Eirð sérhæfir sig í fræðslu og ráðgjöf sem styður við persónulegan vöxt einstaklinga. Við höfum sérstaka ástríðu og umhyggju fyrir því að vinna að velferð ungs fólks, kynna þeim fyrir verkfærum sem efla seiglu, þrautseigju, tilfinningafærni og styrkja sjálfsmynd.
Í Eirð er rými til að skapa, næra ástríðu og finna kyrrðina sem styrkir okkar innri kraft. Með þessu viljum við opna leiðir fyrir fólk til að vaxa, læra og treysta á eigin hæfni og styrk. Við bjóðum upp á ýmis námskeið, ráðgjöf og jóga. Vertu hjartanlega velkomin að taka þátt í gróskuferðalaginu með okkur.
Eirð styðst við hugmyndafræði velsældarfræða, náms- og starfsráðgjafa, kenningar Savickas, kenningar um heilandi áhrif náttúru, hæglæti, Hatha yoga og núvitundarþjálfun (Insight Meditation / Mindfulness).






